Bjarki Steinn Bjarkason steig sín fyrstu skref með meistaraflokki með Aftureldingu árið 2017.
Hann söðlaði um fyrir tímabilið 2018 og hefur leikið með ÍA síðustu tvö tímabil. Á síðustu leiktíð lék hann tuttugu leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði þrjú mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Hann söðlaði um fyrir tímabilið 2018 og hefur leikið með ÍA síðustu tvö tímabil. Á síðustu leiktíð lék hann tuttugu leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði þrjú mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Bjarki Steinn Bjarkason
Gælunafn: Félagarnir hafa reynt Bjarri og Bjalli en það á erfitt með að festast, sem betur fer
Aldur: Tvítugur í maí
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikur í Íslandsmóti kom árið 2017 með Aftureldingu
Uppáhalds drykkur: Kristall í dós
Uppáhalds matsölustaður: Saffran
Hvernig bíl áttu: Ég á ekki bíl en ég fæ nú stundum yarisinn lánaðan hjá mömmu og pabba
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er að taka Money heist núna, þeir eru góðir
Uppáhalds tónlistarmaður: A Boogie Wit da Hoodie er góður, annars er ég líka mikill Aron Can maður
Fyndnasti Íslendingurinn: Það er á milli Sveppa og Gillz
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hockey pulver, kökudeig og daim
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “okei eg er bara að gera tik tok” frá litlu systur
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi líklega ekki nenna að búa í Eyjum þannig ég segi bara ÍBV
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Callum Hudson Odoi
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói Kalli
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjólfur Andersen getur verið óþolandi á vellinum eins og margir í Breiðablik
Sætasti sigurinn: Íslandsmeistar með ÍA í 2. fl 2018 eftir að hafa pakkað Breiðablik saman 5-2 í næst síðasta leik tímabilsins
Mestu vonbrigðin: Tapið í úrslitum bikars í 2. fl í fyrra
Uppáhalds lið í enska: United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hefði verið skemmtilegt ef Róbert Orri hefði valið ÍA í staðinn fyrir Blix en það er eins og það er
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eiður Aron er mjög myndarlegur, gef honum það
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk Gunnarsdóttir, ágæt í fótbolta líka
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Án efa Höddi löpp, hann hatar ekkert nicknameið sitt
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima í Mosó
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki neitt því miður, vel boring ég veit :(
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: legg símann frá mér
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Enskan mín var ekkert frábær
Vandræðalegasta augnablik: klúðra í vítakeppni í úrslitaleik unglingalandsmótsins árið 2012, var frekar lítill í mér
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Cristiano því það væri alveg nett, Jason Daða Svanþórsson til að hafa svolítið létt yfir mönnum og svo Kristófer Óskar Óskarsson því hann myndi nenna að græja hlutina.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég dúxaði stærðfræði, í grunnskóla
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Árni Snær, vel grillaður gæji
Hverju laugstu síðast: sagði við systur mina að ég væri slappur því ég nennti ekki að skutla henni
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspilsæfingarnar líklega
Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vinn í grunnskóla þannig ég byrja daginn þar í nokkra tíma, síðan tek ég æfingaprógrammið frá Skaganum seinna um daginn, þess á milli hef ég ágætis tíma í gott chill og horfa á tv
Athugasemdir