Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mið 19. júní 2019 11:19
Elvar Geir Magnússon
Hannes ver mark Vals gegn KR í kvöld
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er tilbúinn í slaginn og mun verja mark Vals gegn KR í stórleik í Pepsi Max-deildinni í kvöld samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hannes fékk leyfi til að fara í brúðkaup hjá Gylfa Sigurðssyni, samherja sínum í íslenska landsliðinu, um liðna helgi en Hannes var að glíma við meiðsli.

Hann missti því af 5-1 sigri Vals gegn ÍBV en Anton Ari Einarsson stóð þá í markinu.

Hannes er leikfær og fer aftur í rammann í kvöld.

Þega Fótbolti.net setti saman líkleg byrjunarlið í gær var ekki vitað um stöðuna á Hannesi og Anton Ari var þá settur í líklegt lið Vals.

Íslandsmeistarar Vals hafa átt erfitt tímabil til þessa en þrjú stig í kvöld myndu gefa liðinu byr undir báða vængi. Deildin hefur verið hrikalega jöfn og það er stutt á milli í báða enda.

„Það verður að koma í ljós. Við sjáum hvað setur, ég vona það. Maður veit það ekki ennþá," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals í samtali við Fótbolta.net í gær aðspurður út í það hvort Hannes verði með Val í leiknum í kvöld.

KR-ingar geta endurheimt toppsætið með sigri.

Leikur KR og Vals hefst 19:15 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner