Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær - „Þessi langa og erfiða vinna er að skila sér"
Unnar mættur aftur í hópinn hjá Fylki og kom inn á í gær.
Unnar mættur aftur í hópinn hjá Fylki og kom inn á í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
Daði missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Steinn Ingvarsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Fylki á tímabilinu þegar hann kom inn á sem varamaður í sigrinum gegn Vestra í gær. Unnar er 23 ára miðjumaður sem hefur verið í Árbænum undanfarin ár eftir að hafa komið frá uppeldisfélaginu Fram.

Hann hefur glímt við erfið meiðsli en er mættur til baka. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var mjög ánægður með það í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

„Mjög sáttur. Frábær frammistaða hjá Ómari, Unnari, Þóroddi og Benna. Ótrúlega öflugt, svona á að gera þetta, láta til sín taka þegar menn koma inn á. Það er ótrúlega mikilvægt," sagði Rúnar Páll með varamennina sína en þeir Ómar Björn Stefánsson og Þóroddur Víkingsson skoruðu síðustu tvö mörk Fylkis í leiknum.

Hann var svo spurður út í Unnar og Daða Ólafsson. Daði var mættur á bekkinn eftir langa fjarveru.

„Það er gríðarlega flott að fá þá aftur í hópinn. Þessir strákar eru búnir að vinna hart í að ná sér aftur á strik. Daði er búinn að vera lengi frá og Unna meiddist í byrjun mars og er að koma núna inn. Þessi langa og erfiða vinna er að skila sér og þeir eiga bara hrós skilið þessir strákar að koma svona fljótt til baka."

Hvernig er staðan á Daða?

„Hún er bara góð, annars væri hann ekki hérna í hóp. Hann er tilbúinn að fá mínútur, það er bara svoleiðis," sagði Rúnar.

Get ekki beðið
Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, hafði eftirfarandi að segja um Daða í viðtali við Fótbolta.

„Það er geggjað að fá hann til baka. Hann er búinn að vera duglegur að æfa síðan að hann kom úr þessum erfiðu meiðslum. Ég get ekki beiðið eftir að sjá hann aftur inná vellinum."
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Athugasemdir
banner
banner