Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 19. júlí 2024 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum til Birmingham (Staðfest) - Metupphæð í deildinni
Feðgarnir Willum Þór (heilbrigðisráðherra) og Willum Þór (nýr leikmaður Birmingham) og með þeim á myndinni er umboðsmaðurinn Ólafur Garðarsson.
Feðgarnir Willum Þór (heilbrigðisráðherra) og Willum Þór (nýr leikmaður Birmingham) og með þeim á myndinni er umboðsmaðurinn Ólafur Garðarsson.
Mynd: Birmingham City
Willum er 25 ára landsliðsmaður sem kemur til Birmingham eftir tvö tímabil í Hollandi.
Willum er 25 ára landsliðsmaður sem kemur til Birmingham eftir tvö tímabil í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður enska félagsims Birmingham City. Birmingham kaupir hann frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles þar sem Willum hefur verið síðustu tvö ár.

Birmingham greiðir rúmlega 600 milljónir íslenskra króna fyrir Willum eða um fjórar milljónir evra og skrifar íslenski landsliðsmaðurinn undir fjögurra ára samning við félagið. Samkvæmt Transfermarkt er Will Grigg dýrasti leikmaður sem félag í League One hefur keypt. Sunderland greiddi 3,4 milljónir evra fyrir framherjann sem kom frá Wigan í janúar 2019. Ef þessar upplýsingar eru réttar þá er Willum orðinn dýrasti leikmaður sem félag í C-deildinni hefur keypt. Þetta gerir hann líka að dýrustu sölu í sögu í hollenska félagsins.

Willum var eftirsóttur í sumar, hann hefur vakið athygli fyrir öfluga frammistöðu í Hollandi. Stóru félögin í Hollandi horfðu til hans og þá var áhugi á honum á Ítalíu sem og frá öðrum enskum félögum.

Þrátt fyrir að hafa fallið úr ensku B-deildinni er Birmingham mjög spennandi félag. Birmingham Sports Holding er hópur fjárfesta frá Hong Kong sem er meirihluta eigandi í Birmingham. Ameríski fjárfestahópurinn Shelby Companies Limited er minnihluta eigandi í félaginu. Einn af fjárfestunum í SCL er NFL goðsognin Tom Brady.

Wayne Rooney var ráðinn stjóri liðsins á síðasta tímabili en það gekk mjög illa undir hans stjórn og var hann látinn fara í janúar, Tony Mowbray var ráðinn í hans stað en hann þurfti að stíga til hliðar vegna veikinda og stýrðu tveir aðilar liðinu til bráðabirgða út tímablið.

Í kjölfarið var svo Chris Davies, fyrrum aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, ráðinn stjóri liðsins. Davies er 39 ára og var á sínum tíma unglingalandsliðsmaður Wales en þurfti að leggja skóna á hilluna áður en meistaraflokksferilinn hófst vegna liðagigtar.

Birmingham hefur fjárfest vel í innviðunum að undanförnu og er markmiðið skýrt; að fara beint upp. Öll umgjörð og aðstaða í kringum félagið hefur verið stórbætt og það á að koma félaginu aftur upp í B-deild, og jafnvel lengra.

Það eru nokkur kunnugleg nöfn í hópnum hjá Birmingham; Juninho Bacuna lék með Huddersfield í úrvalsdeildinni, Tyler Roberts landsliðsmaður Wales og fyrrum leikmaður Leeds er í hópnum, Ethan Laird kom frá Manchester United í fyrra, pólski landsliðsmaðurinn Krystian Bielik er í hópnum, Bailey Peacock-Farrell markvörður Norður-Írlands og fyrrum markvörður Burnley er þar líka og reynsluboltinn Lukas Jutkiewicz er enn hjá félaginu þó það sé nú aðeins farið að hægjast á honum.

Íslendingar þekkja svo vel til Ryan Allsop sem Birmingham fékk í sumar. Englendingurinn Allsop lék með Hetti á Egilsstöðum sumarið 2012 og var í fyrra hjá Hull.

Birkir Kristinsson var á sínum tíma á mála hjá Birmingham, var þar á láni frá Brann seinni hluta tímabilsins 1996/97 en spilaði ekki leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner