Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. ágúst 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Rifti samningi eftir viku í Svíþjóð - Var of kalt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Musa Noah Kamara, framherji frá Sierra Leone, hefur yfirgefið Trelleborg í Svíþjóð eftir einungis eina viku í herbúðum félagsins.

Hinn 19 ára gamli Kamara varð markahæstur í úrvalsdeildinni í Sierra Leone á síðasta tímabili þegar lið hans East End Lions varð meistari.

Trelleborg gerði þriggja og hálfs árs samning við Kamara á dögunum en hann óskaði síðan eftir að fara heim af persónulegum ástæðum.

Kamara hefur sjálfur greint frá því að hann hafi viljað fara heim til Freetown í Sierra Leone af því að það var svo kalt í Svíþjóð.

Hitastigið í Trelleborg næstu dagana er 14-18 gráður en í Freetown er hitastigið um það bil tíu gráðum heitara.
Athugasemdir
banner
banner
banner