Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. september 2020 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton greiddi ekkert fyrir James Rodriguez
Mynd: Getty Images
Everton greiddi ekkert fyrir að fá James Rodriguez frá Real Madrid. Þetta staðfestir Banfield, argentínskt félag sem James lék með áður en hann hélt til Evrópu ungur að árum, eftir að félagið spurðist fyrir um prósentu af sölunni frá Real Madrid.

James gekk í raðir Everton í sumar og komu félagaskiptin talsvert á óvart. Kólumbíski miðjumaðurinn hafði verið á mála hjá Real síðan 2014 en var ekki í plönum Zinedine Zidane. James skrifaði undir tveggja ára samning við Everton og er í liðinu sem spilar gegn WBA þessa stundina.

Talið var að Everton hefði greitt allt að 20 milljónir punda fyrir James en þegar Banfield ætlaði að fá prósentu af sölunni frá Real Madrid kom félagið af tómum kofanum.

Samkvæmt Marca hefur Banfield lýst því yfir að Everton hafi ekki greitt fyrir James. James hélt til Porto frá Banfield árið 2010. Frá Porto hélt hann til Mónakó árið 2013 og svo til Real árið 2014. Banfield hefði því átt að fá litla prósentu af sölunni ef greitt hefði verið fyrir James.
Athugasemdir
banner
banner
banner