Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 19. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Glæsilegt einstaklingsframtak skilaði marki
George Bello skoraði í 3-2 sigri Atlanta United á D.C. United í MLS-deildinni í gær en það var þó annar maður sem fær allan heiðurinn fyrir.

Argentínski miðjumaðurinn Marcelino Moreno var með boltann á hægri vængnum, fór illa með tvo leikmenn og komst inn í teiginn, en hann hljóp upp endalínuna og kom boltanum fyrir markið á Bello sem skoraði.

Þetta var laglegur sprettur hjá Moreno sem er kominn með 7 mörk og 5 stoðsendingar á þessari leiktíð.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu sprettinn hjá Moreno og markið
Athugasemdir
banner