Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður áfram með Njarðvík, en hann framlengdi í dag samning sinn til 2025.. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njarðvíkingum.
Eyjamaðurinn tók við Njarðvíkingum í júlí í sumar eftir að Arnar Hallsson var látinn taka poka sinn.
Njarðvík var í næst neðsta sæti með aðeins 8 stig þegar hann tók við keflinu, en honum tókst á ótrúlegan hátt að bjarga því frá falli.
Samningur Gunnars var út tímabilið en hann hefur nú framlengt til næstu tveggja ára eða út 2025.
Gunnar þjálfaði áður Vestra og KFS, en hann kom KFS upp í þriðju deild árið 2020 og hafnaði síðan í 10. sæti með Vestra ári síðar.
Athugasemdir