Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 19. október 2020 12:09
Magnús Már Einarsson
Kvennalandsliðið má ekki æfa á Íslandi - Verða viku í Svíþjóð
Icelandair
Íslenska liðið fer til Svíþjóðar á morgun.
Íslenska liðið fer til Svíþjóðar á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari.
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að fara með allan hópinn út í fyrramálið. Við komum saman í Gautaborg annað kvöld og þá hefst undirbúningur af fullum krafti," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ísland mætir Svíþjóð í toppslag í undankeppni EM á þriðjudaginn í næstu viku. Íþróttir með snertingum eru ekki leyfðar á höfuðborgarsvæðinu og því getur íslenska landsliðið ekki hafið æfingar fyrir leikinn á Íslandi eins og áætlað var.

„Eins og aðrir þá virðum við þær reglur sem settar eru og eru í gildi hér. Við setjum okkur ekkert út fyrir sviga í því. Það kom aldrei til tals að við myndum fá einhverja sérstaka undanþágu," sagði Jón Þór.

„Upphaflega ætluðum við að byrja að æfa í dag hérna heima með þá leikmenn sem þar eru og koma síðan saman í Gautaborg á föstudaginn. Ég er mjög ánægður með þessa lendingu. Menn brugðust hratt við innan KSí og ég er mjög ánægður með að fá góðan tíma í undirbúning fyrir þennan leik."

Leikurinn við Svíþjóð er gríðarlega mikilvægur en þessi lið eru jöfn í efsta sæti riðilsins. Efsta liðið fer beint á EM 2022 en annað sætið skilar líklega sæti í umspili.

Svava tæp vegna meiðsla
Dagný Brynjarsdóttir dró sig úr íslenska hópnum vegna meiðsla um helgina en Hólmfríður Magnúsdóttir tekur stöðu hennar. Þá er Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður Kristianstad, að glíma við meiðsli.

„Svava hefur átt við meiðsli að stríða síðan í síðasta verkefni hjá okkur. Hún er í kapphlaupi við tímann og það er mikilvægt að hún komist hratt og örugglega í meðhöndlun hjá okkar teymi," sagði Jón Þór.

„Það er annars mjög gott stand á hópnum. Það voru margir leikmenn að spila erlendis um helgina og það gekk hrikalega vel. Það komu allir leikmenn heilir út úr því."

„Leikmenn sem spila í deildinni heim hafa náð að halda uppi góðum einstaklingsæfingum en það er mikilvægt að þeir komist í bolta sem fyrst. Því fögnum við því að komast út með þann hóp leikmanna."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner