Man Utd vann sögulegan sigur gegn Liverpool á Anfield í dag. Þetta var fyrsti sigur liðsins á Anfield síðan í janúar 2016. Ruben Amorim, stjóri Man Utd, var að vonum í skýjunum í leikslok.
„Ég held að þetta sé stærsti sigurinn minn hjá Man Utd. Þetta hefur mikla þýðingu en á morgun hefur þetta litla þýðingu. Þetta eru þrjú stig og góður sigur," sagði Amorim.
„Við börðumst fyrir hverjum einasta bolta, við misstum ró okkar í seinni hálfleik en andinn var til staðar og það er það mikilvægasta, ef þú hefur andann geturðu unnið hvaða leik sem er.“
Man Utd hefur nú unnið tvo leiki í röð í fyrsta sinn í deildinni undir stjórn Amorim. Fjölmiðlar hafa keppst um að orða hann í burtu frá félaginu.
„Ég hef ekki unnið marga leiki í Manchester. Það er mikilvægt að vinna tvo leiki í röð, andinn þegar við þjáumst á slæmum augnablikum eða stjórnun, allir litlu hlutirnir voru fullkomnir," sagði Amorim.
„Gerum þetta aftur í næstu viku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir stuðningsmennina, þeir þjáðust gegn Grimsby og Brentford en í dag sáu þeir annað lið. Þetta er ekki eðlilegt. Það er erfitt að finna eitthvað í líkingu við þetta, svo mörg slæm augnablik og stuðningsmennirnir eru alltaf að styðja við bakið á stjóranum þegar þið allir eruð að segja að hann verði farinn fyrir jól."
Athugasemdir