Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   lau 08. nóvember 2025 21:45
Sölvi Haraldsson
Ítalía: AC Milan missti niður tveggja marka forystu
Mynd: EPA
Seinasti leikur dagsins í ítalska boltanum var markaleikur annað en hinir leikir dagsins í Seria A sem enduðu með markalausu jafntefli.

Parma 2 - 2 Milan
0-1 Alexis Saelemaekers ('12 )
0-2 Rafael Leao ('25 , víti)
1-2 Adrian Bernabe ('45 )
2-2 Enrico Del Prato ('62 )

Parma fékk stórlið AC Milan í heimsókn og þau lið gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik.

AC Milan komst í tveggja marka forystu eftir 25 mínútuna leik með mörkum frá Saelemaekers og Rafael Leao. Bernabé minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Del Prato jafnaði svo leikinn um miðjan síðari hálfleik.

Lokatölur 2-2 jafntefli. AC Milan jafnar Napoli að stigum og kemst fyrir ofan Inter Milan tímabundið í hið minnsta. Parma er áfram í 17. sætinu en er núna tveimur stigum frá Genoa sem eru í fallsæti en eiga þó leik til góða.

Hægt er að sjá töfluna hér að neðan.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner