Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   sun 09. nóvember 2025 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi náði ótrúlegum áfanga þegar Inter Miami fór áfram
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Lionel Messi átti sína 400. stoðsendingu á ferlinum þegar hann skaut Inter Miami áfram í úrslitakeppni MLS síðastliðna nótt.

Inter Miami rústaði Nashville 4-0 þar sem Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö.

Messi og félagar fara því áfram en þetta var hreinn úrslitaleikur. Þetta var sería upp í tvo sigra og Inter Miami vinnur hana 2-1.

Messi endaði seríuna með fimm mörk og þrjár stoðsendingar en hann er einfaldlega langbesti leikmaður deildarinnar. Það er allavega erfitt að færa rök fyrir öðru.

Inter Miami mætir Cincinnati í átta-liða úrslitunum en það er bara einn leikur.
Athugasemdir