Thomas Tuchel tilkynnti landsliðshóp í morgun fyrir komandi leiki Englands.
Hinn 19 ára gamli Myles Lewis-Skelly, bakvörður Arsenal, missir sæti í hópnum en Tuchel segir einfaldlega að leikmaðurinn sé ekki að spila nægilega mikið og aðrir hafa slegið hann út.
Eftir gott síðasta tímabil á Lewis-Skelly ekki lengur byrjunarliðssæti hjá Arsenal.
Hinn 19 ára gamli Myles Lewis-Skelly, bakvörður Arsenal, missir sæti í hópnum en Tuchel segir einfaldlega að leikmaðurinn sé ekki að spila nægilega mikið og aðrir hafa slegið hann út.
Eftir gott síðasta tímabil á Lewis-Skelly ekki lengur byrjunarliðssæti hjá Arsenal.
„Þetta snýst um keppni og frammistöðu. Dyrnar eru alltaf opnar þegar menn eru að standa sig á háu getustigi. Myles þarf að byrja fleiri leiki og fá fleiri mínútur," segir Tuchel.
„Það hafa bara aðrir slegið hann út. Nico O'Reilly hefur verið að byrja marga leiki í þessari stöðu fyrir Manchester United og hann er framar Myles sem stendur."
Athugasemdir





