Þjálfarinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK. Fótbolti.net greindi frá því fyrir viku síðan að það stefndi í að Gunnar Heiðar yrði ráðinn til félagsins.
Gunnar Heiðar kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Njarðvík í tvö og hálft tímabil. Hann tekur við starfinu af Hermanni Hreiðarssyni sem var ráðinn til Vals á dögunum.
Aðstoðarþjálfarinn Arnar Freyr Smárason og styrktarþjálfarinn Sigurður Már Birnisson fylgja Gunnari Heiðari frá Njarðvík.
Gunnar Heiðar kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Njarðvík í tvö og hálft tímabil. Hann tekur við starfinu af Hermanni Hreiðarssyni sem var ráðinn til Vals á dögunum.
Aðstoðarþjálfarinn Arnar Freyr Smárason og styrktarþjálfarinn Sigurður Már Birnisson fylgja Gunnari Heiðari frá Njarðvík.
Tilkynning HK
Knattspyrnudeild HK hefur samið við Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára.
Gunnar Heiðar er uppalinn Eyjamaður, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og spilaði fjölda leikja fyrir íslenska landsliðið.
Sem þjálfari hefur hann þjálfað KFS, Vestra og nú seinast Njarðvík þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri.
HK hefur einnig samið við þá Arnar Frey Smárason sem aðstoðarþjálfara og Sigurð Má Birnisson sem styrktarþjálfara en þeir hafa þjálfað með Gunnari undanfarin ár.
„Við hjá HK erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við Gunnar Heiðar. Hann hefur sannað sig sem þjálfari undanfarin ár og við teljum hann og teymið smellpassa við leikmannahóp HK. Það er samhljómur í metnaði Gunnars Heiðars og félagsins að koma HK á þann stað sem við teljum það eiga að vera á, í deild þeirra bestu," segir Sigurjón Hallgrímsson formaður knattspyrnudeildar HK.
Velkomnir í Hlýjuna!
Athugasemdir



