Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney meistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku
Kvenaboltinn
Fanney í leik með landsliðinu.
Fanney í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir varð í gær sænskur meistari með Häcken á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Hún sat á varamannabekknum þegar Häcken vann 0-2 sigur á Djurgården og tryggði sér þannig titilinn.

Fanney er á sínu fyrsta tímabili með Häcken en hún var keypt þangað frá Val fyrir tímabilið. Talað var um metsölu í íslenskum kvennafótbolta.

Fanney hefur alls spilað átta leiki með Häcken en aðalmarkvörður liðsins er Jennifer Falk, landsliðsmarkvörður Svíþjóðar.

Íslendingaslagur í Danmörku
Í Danmörku var Íslendingaslagur í gær þar sem Bröndby tók á móti HB Köge. Hafrún Rakel Halldórsdóttir byrjaði á bekknum hjá Bröndby og Emelía Óskarsdóttir byrjaði á bekknum hjá HB Köge en báðar komu þær inn á í leiknum.

HB Köge er á toppnum með 31 stig, ellefu stigum meira en Bröndby sem situr í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner