Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 14:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Derby stöðvaði sigurgöngu Blackburn - Stefán Teitur fékk tækifæri
Mynd: Preston North End FC
Andri Lucas Guðjohnsen var á sínum stað í byrjunarliði Blackburn þegar liðið tapaði gegn Derby í Championship deildinni í dag.

Derby var með 2-0 forystu í hálfleik. Yuki Ohashi minnkaði muninn fyrir Blackburn með marki úr vítaspyrnu en nær komust þeir ekki. Þriggja leiikja sigurgöngu Blackburn er því lokið. Derby hefur unnið fimm leiki í röð.

Stefán Teitur Þórðarson hefur þurft að sætta sig við að byrja á bekknum hjá Preston í undanförnum leikjum. Liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð fyrir leik gegn Millwall í dag.

Stefán Teitur var í byrjunarliðinu og spilaði tæplega klukkutíma þegar liðin gerðu jafntefli.

Hull er í umspilssæti eftir sigur gegn Portsmouth.

Millwall 1 - 1 Preston NE
0-1 Michael Smith ('15 )
1-1 Mihailo Ivanovic ('36 )

Blackburn 1 - 2 Derby County
0-1 Carlton Morris ('19 )
0-2 Patrick Agyemang ('45 )
1-2 Yuki Ohashi ('66 , víti)

Hull City 3 - 2 Portsmouth
0-1 Terry Devlin ('16 )
1-1 Enis Destan ('27 )
2-1 Kyle Joseph ('42 )
2-2 Terry Devlin ('45 )
3-2 Joe Gelhardt ('79 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 9 5 1 39 13 +26 32
2 Stoke City 15 8 4 3 21 9 +12 28
3 Middlesbrough 15 7 6 2 17 12 +5 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Charlton Athletic 15 6 6 3 16 11 +5 24
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
10 Birmingham 15 6 4 5 19 15 +4 22
11 Ipswich Town 14 5 6 3 22 15 +7 21
12 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
13 Leicester 15 4 7 4 16 15 +1 19
14 Wrexham 15 4 7 4 19 19 0 19
15 West Brom 15 5 4 6 12 15 -3 19
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Swansea 15 4 6 5 14 15 -1 18
18 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
19 Southampton 15 3 7 5 15 20 -5 16
20 Oxford United 15 3 5 7 15 20 -5 14
21 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
22 Norwich 15 2 4 9 13 21 -8 10
23 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
24 Sheff Wed 15 1 6 8 11 26 -15 -3
Athugasemdir
banner