Arne Slot, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir tap liðsins gegn Man City í kvöld.
Erling Haaland kom City yfir en Virgil van Dijk skoraði og virtist vera búinn að jafna metin en markið var dæmt af þar sem Andy Robertson var í rangstöðu og Chris Kavanagh, dómari leiksins, taldi að hann hafi haft áhrif á Gianluigi Donnarumma.
Erling Haaland kom City yfir en Virgil van Dijk skoraði og virtist vera búinn að jafna metin en markið var dæmt af þar sem Andy Robertson var í rangstöðu og Chris Kavanagh, dómari leiksins, taldi að hann hafi haft áhrif á Gianluigi Donnarumma.
„Þetta er augljóslega röng ákvörðun að mínu mati því Robertson hafði alls ekki áhrif á það sem markvörðurinn gat gert," sagði Slot.
„Einhver sýndi mér mark strax eftir leikinn sem sami dómari dæmdi gilt fyrir City gegn Wolves á síðustu leiktíð. Það tók aðstoðardómarann 13 sekúndur að lyfta upp flagginu, það voru greinilega einhver samskipti. Þetta hefði getað haft áhrif á leikinn á jákvæðan hátt fyrir okkur því við vorum slakir í fyrri hálfleik."
A late winner from John Stones during our last away trip to Wolves ???????? pic.twitter.com/gLQqgJxacO
— Manchester City (@ManCity) August 15, 2025
Athugasemdir


