Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst leikvangurinn hjá sínu félagi vera „drasl"
Aurelio De Laurentiis.
Aurelio De Laurentiis.
Mynd: EPA
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir að félagið verði að endurnýja leikvanginn sinn. Núverandi leikvangur sé drasl sem hjálpi félaginu ekki að græða peninga.

Napoli, sem hefur tvisvar orðið Ítalíumeistari á síðustu þremur árum, spilar heimaleiki sína á Diego Armando Maradona leikvanginum sem er nefndur í höfuðið á besta leikmanni í sögu félagsins.

Leikvangurinn var opnaður árið 1959 og er svo sannarlega ekki mikill nútímavöllur. Hann er í eigu borgarinnar og það er hlaupabraut í kringum hann.

De Laurentiis er allavega ekki mjög hrifinn af honum en á viðburði í Mílanó í dag sagði hann að leikvangurinn væri drasl samanborið við það sem keppinautarnir hafa upp á að bjóða.

De Laurentiis vill byggja annan völl sem getur aukið tekjumöguleika Napoli.


Athugasemdir