Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir að félagið verði að endurnýja leikvanginn sinn. Núverandi leikvangur sé drasl sem hjálpi félaginu ekki að græða peninga.
Napoli, sem hefur tvisvar orðið Ítalíumeistari á síðustu þremur árum, spilar heimaleiki sína á Diego Armando Maradona leikvanginum sem er nefndur í höfuðið á besta leikmanni í sögu félagsins.
Leikvangurinn var opnaður árið 1959 og er svo sannarlega ekki mikill nútímavöllur. Hann er í eigu borgarinnar og það er hlaupabraut í kringum hann.
De Laurentiis er allavega ekki mjög hrifinn af honum en á viðburði í Mílanó í dag sagði hann að leikvangurinn væri drasl samanborið við það sem keppinautarnir hafa upp á að bjóða.
De Laurentiis vill byggja annan völl sem getur aukið tekjumöguleika Napoli.
SSC Napoli ?????????????
— Jon Meeney (@JonMeano8) May 25, 2025
Diego Armando Maradona Stadium pic.twitter.com/kRV8e7dJFi
Athugasemdir

