Óli Stefán Flóventsson er næsti þjálfari Selfoss. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er þetta rétt.
Kom þetta fram á herrakvöldi Selfoss í gær og má búast við tilkynningu um málið á morgun.
Kom þetta fram á herrakvöldi Selfoss í gær og má búast við tilkynningu um málið á morgun.
Óli Stefán er 49 ára og er búsettur á Höfn í Hornafirði en góður möguleiki er á því að breyting verði á því nokkuð fljótlega. Hann var síðast þjálfari Sindra tímabilið 2023 og þar á undan var hann með KA og Grindavík. Hann var í hlutverki aðstoðarþjálfara hjá Sindra á liðnu tímabili.
Selfoss féll úr Lengjudeildinni í haust eftir að hafa unnið 2. deild 2024. Bjarni Jóhannsson hefur þjálfað liðið undanfarin ár en Óli Stefán tekur núna við af honum.
Árni Freyr Guðnason, sem er að gerast aðstoðarþjálfari FH, er sagður hafa hafnað Selfyssingum en Eiður Smári Guðjohnsen fundaði einnig með þeim.
Athugasemdir



