Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 08. nóvember 2025 20:00
Sölvi Haraldsson
England: Brian Brobbey með ótrúlegt mark í uppbótartíma
Brian Brobbey hetja Sunderland.
Brian Brobbey hetja Sunderland.
Mynd: Premier League
Dramatíkin var allsráðandi á leikvangi ljóssins í kvöld þegar Sunderland fékk Arsenal í heimsókn. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Sunderland 2 - 2 Arsenal
1-0 Dan Ballard ('36 )
1-1 Bukayo Saka ('54 )
1-2 Leandro Trossard ('74 )
2-2 Brian Brobbey ('90 )

Varnarmaðurinn Daniel Ballard kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Saka og Trossard komu Arsenal yfir í seinni hálfleiknum og allt stefndi í það að Arsenal væri að fara að ná í enn einn sigurinn.

En það var heldur betur ekki raunin því í uppbótartíma jafnaði Brian Brobbey leikinn með stórbrotnu marki sem þurfti að skoða í VAR-sjánni en stóð að lokum.

Arsenal fengu stórhættuleg færi þegar lítið sem ekkert var eftir til að vinna leikinn en þau færi fóru forgörðum og 2-2 jafntefli staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner