Graham Potter, nýr landsliðsþjálfari Svíþjóðar, kom á óvart þegar hann valdi sinn fyrsta hóp á dögunum. Hann valdi Gustav Lundgren, leikmann GAIS, í hópinn.
Lundgren er leikmaður sem fótboltaáhugamenn utan Svíþjóðar kannast lítið við en hann hefur skotist hratt upp metorðastigann í sænska boltanum síðustu ár. Hann hefur blómstrað seint en fyrir sjö árum síðan var hann að spila í fimmtu efstu deild.
Lundgren er leikmaður sem fótboltaáhugamenn utan Svíþjóðar kannast lítið við en hann hefur skotist hratt upp metorðastigann í sænska boltanum síðustu ár. Hann hefur blómstrað seint en fyrir sjö árum síðan var hann að spila í fimmtu efstu deild.
Hann var 23 ára gamall að spila með Onsala BK í fimmtu efstu deild en hann hjálpaði þeim að komast upp. Hann var miðjumaður ársins í D-deild árið 2021 og skipti yfir til GAIS sem var þá í C-deild.
Með GAIS fór hann upp um tvær deildir á tveimur árum, upp í sænsku úrvalsdeildina. Þar hefur hann verið að spila virkilega vel og er með betri kantmönnum deildarinnar.
Lundgren er þrítugur en fær núna að vera í sænska landsliðinu í fyrsta sinn. „Ég veit ekki enn hvort ég trúi þessu," sagði Lundgren við heimasíðu GAIS á dögunum en þar er hann liðsfélagi Róberts Frosta Þorkelssonar.
Faðir Róberts Frosta, Máni Pétursson, deildi sögu Lundgren á samfélagsmiðlinum X eftir að hann var valinn í hópinn.
Góð saga af því að menn verða að halda áfram að halda áfram. Úr fjórðu efstudeild í Sverge 2022 þá 27 ára í sænska landsliði 2025. https://t.co/pc6hWfu933
— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 5, 2025
Athugasemdir




