Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi íhugar sína stöðu
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni lýkur í dag. Möguleiki er á því að tímabilið muni lengjast hjá Íslendingaliði Norrköping þar sem liðið er í hættu á að fara í fallumspil. Það hefur gengið hræðilega hjá Norrköping að undanförnu og liðið getur mögulega líka bara fallið beint.

Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason eru á mála hjá Norrköping en sá síðarnefndi var í viðtali við Fotbollskanalen á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars sína framtíð.

„Mér er sama hvernig við spilum. Ég vil bara taka stigin," segir Arnór en Norrköping sækir Gautaborg heim í lokaumferðinni.

Arnór er orðinn 32 ára gamall og hefur leikið með Norrköping frá 2022. Samningur hans rennur út á næsta ári. Magni Fannberg hefur verið að vinna sem yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping en hann yfirgaf félagið fyrir stuttu. Samband hans og Arnórs var gott.

Síðustu ár hjá Norrköping hafa verið erfið og einkennst af óreiðu og baráttu í neðri hluta deildarinnar.

„Ég mun setjast niður með fjölskyldu minni eftir tímabilið og ræða málin. Þetta hefur verið erfitt og ég er þakklátur fyrir fjölskyldu mína," segir Arnór.

Það var áhugi á Arnóri frá enska félaginu Burton í janúar en Norrköping hafnaði tilboðum í hann. Arnór hefur líka verið orðaður við heimkomu til Íslands.

„Ég verð að skoða allt eftir tímabilið því það er ekki gagnlegt að vera í svona stöðu alltof lengi," segir Arnór.
Athugasemdir
banner
banner