Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 08. nóvember 2025 21:00
Sölvi Haraldsson
Amorim útilokar ekki að fá inn leikmenn í janúar
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Benjamin Sesko fór útaf velli meiddur gegn Tottenham í dag. Meiðslin eru talin alvarleg en svo missir Manchester United Mbeumo, Diallo og Mazraoui á Afcon frá lok desember til lok janúar.

Eini framherjinn sem var á bekknum í dag var Joshua Zirkzee en Amorim telur hann ekki vera níu. Þegar Amorim var spurður eftir leik hvort United gæti tekið inn leikmenn í janúar gluganum útilokaði hann ekki neitt.

„Við þurfum að taka stöðuna á öllu, við þurfum að taka stöðuna á Sesko. Auðvitað vitum við af vandamálinu sem fylgir Afcon en við vissum af því líka fyrir tímabilið. Það gæti verið erfitt að komast í gegnum það en sjáum hvað gerist þegar glugginn opnar og hvort við getum bætt liðið eitthvað.“ sagði Amorim.

Hann segir að þangað til verði liðið að taka sénsa í liðsvali og fleira þegar bestu menn liðsins eru fjarverandi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
9 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
10 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
11 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
12 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner