Liverpool tapaði fimmta leiknum í úrvalsdeildinni á þessu tímabili í kvöld þegar liðið tapaði gegn Man City á Etihad.
Liverpool hefur byrjað tímabilið mjög illa eftir að hafa staðið uppi sem Englandsmeistari í fyrra. Þetta leit vel út eftir sigra gegn Aston Villa um síðustu helgi og Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Liðið tapaði 3-0 í kvöld en þetta er stærsta deildartap liðsins undir stjórn Arne Slot.
Liverpool hefur byrjað tímabilið mjög illa eftir að hafa staðið uppi sem Englandsmeistari í fyrra. Þetta leit vel út eftir sigra gegn Aston Villa um síðustu helgi og Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Liðið tapaði 3-0 í kvöld en þetta er stærsta deildartap liðsins undir stjórn Arne Slot.
Eins og fyrr segir er þetta fimmta deildartap liðsins eftir ellefu umferðir en liðið tapaði aðeins fjórum leikjum á síðasta tímabili.
„Þetta er hörmuleg reynsla fyrir Liverpool-liðið sem hefði kannski trúað því að það væri að komast á skrið eftir sigra á Aston Villa og Real Madrid. Þeim tókst alls ekki að keppa við orku Manchester City, þeir voru yfirbugaðir frá upphafi," sagði Adam Bate hjá Sky Sports.
Athugasemdir



