Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank: Hversu oft hefur maður séð svona?
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham, var að vonum svekktur eftir jafntefli liðsins gegn Man Utd.

Tottenham kom til baka í uppbótatíma eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en Matthijs de Ligt jafnaði metin í blálokin.

„Frammistaðan var mjög jákvæð, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum í planið og strúktúrinn. Gerðum réttu hlutina og héldum í trúna. Það er risastórt þegar þú horfir til baka á Chelsea leikinn. Við höfum ekki unnið mikið á heimavelli," sagði Frank.

„Við héldum áfram og einbeittum okkur ekki af einhverju sem við áttum ekki að hugsa um. Komum til baka og skorum frábært mark en auðvitað er maður svekktur að fá mark svona seint á sig ellefu á móti tíu. Hversu oft hefur maður séð þetta?"
Athugasemdir
banner
banner
banner