Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 20:30
Sölvi Haraldsson
Lyftir Trump gullstyttunni ef Bandaríkin vinnur HM?
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, þjálfari Bandaríska landsliðsins, segir að ef Bandaríkin vinnur HM næsta sumar, sem verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, mun hann gefa Trump gullstyttuna til þess að lyfta henni á undan Christian Pulisic, fyrirliða liðsins.

„Auðvitað, ef við vinnum mótið mun ég gefa honum gullstyttuna og hann getur lyft henni. Að sjálfsögðu, það væri ekkert vandamál ef mín vegna.“ sagði Argentínumaðurinn léttur.

Það er mikil tilhlökkun í herbúðum Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótinu sem þeir munu halda. Liðið er í 16. sæti á Fifa listanum.

Fyrsti leikur mótsins mun verða 11. júní næsta sumar en dregið verður í riðla á jóladag í John F. Kennedy Center for the Performing Arts.
Athugasemdir
banner
banner