Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 22:00
Sölvi Haraldsson
England: Chelsea gekk frá Úlfunum í seinni hálfleiknum
Pedro Neto var á skotskónum gegn sýnum gömlu félögum í kvöld.
Pedro Neto var á skotskónum gegn sýnum gömlu félögum í kvöld.
Mynd: EPA
Chelsea fór upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er þeir unnu öruggan 3-0 sigur á þjálfaralausum Úlfum í kvöld á Stamford Bridge.

Chelsea 3 - 0 Wolves
1-0 Malo Gusto ('51 )
2-0 Joao Pedro ('65 )
3-0 Pedro Neto ('73 )

Fyrri hálfleikurinn var markalaus og almennt lítið að frétta eftir fyrstu 45 mínúturnar. Seinni hálfleikurinn byrjaði hins vegar mjög vel fyrir heimamenn þegar Alejandro gerði frábærlega og kom með góðan bolta inn á teiginn þar sem Malo Gusto var mættur og braut ísinn.

Korteri síðar tvöfaldaði Joao Pedro markareikning Chelsea og fljótlega eftir það skoraði Pedro Neto þriðja mark leiksins og gekk þar að leiðandi alveg frá Úlfúnum þá. Pedro Neto gekk í raðir Chelsea á sínum tíma frá Wolves og var að skora því gegn sínum gömlu félögum.

Það er fátt sem virðist ganga upp hjá Úlfúnum þessa dagana en þeir ráku þjálfarann sinn, Pereira á dögunum. Rob Edwards, stjóri Middlesbrough er sagður vera að taka við liðinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner