Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 08. nóvember 2025 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þessa daga spilar Ísland í undankeppni HM
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
UEFA hefur staðfest leikjaniðurröðun í riðli A landsliðs kvenna í undankeppni HM 2027.

Ísland er þar í riðli með Spáni, Englandi og Úkraínu - sannkallaður martraðarriðill. Leikið verður í mars, apríl og júní á næsta ári.

Ísland byrjar á tveimur útileikjum í mars, gegn Spáni og Englandi. Tveir heimaleikir verða í glugganum í apríl, gegn Úkraínu og Englandi. Liðið endar svo á útileik gegn Úkraínu og heimaleik gegn Spáni í júní.

Efsta lið riðilsins fer beint á HM en liðin þrjú þar fyrir neðan fara öll í umspil.

Leikjaniðurröðun

3. mars
Spánn - Ísland

7. mars
England - Ísland

14. apríl
Ísland - Úkraína

18. apríl
Ísland - England

5. júní
Úkraína - Ísland

9. júní
Ísland - Spánn
Athugasemdir
banner
banner