Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 17:15
Sölvi Haraldsson
England: Mikilvægur sigur West Ham - Everton vinnur bara á heimavelli
Gueye skoraði í sigri Everton.
Gueye skoraði í sigri Everton.
Mynd: EPA
Tveir leikir voru spilaðir klukkan 15:00 í Ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton fékk Fulham í heimsókn og West Ham og Burnley mættust á London leikvangnum.

Everton vann Fulham 2-0 með mörkum frá Idrissa Gana Gueye og Michael Keane. Með sigrinum fer Everton upp í 11. sætið en allir sigrarnir þeirra í deildinni hafa komið á nýja heimavellinum.

West Ham vann mjög mikilvægan 3-2 sigur á Burnley á London leikvangnum. Flemming braut ísinn í fyrri hálflleiknum fyrir Burnley en West Ham jöfnuðu skömmu fyrir hálfleiksflautið.

Soucek og Kyle Walker-Peters komu heimamönnum tveimur mörkum yfir áður en Cullen refsaði Areola í marki West Ham og skoraði sárabótamark fyrir gestina.

West Ham og Burnley eru nú jöfn að stigum með 10 stig en West Ham er í fallsæti á markatölu.

Everton 2 - 0 Fulham
1-0 Idrissa Gueye ('45 )
2-0 Michael Keane ('81 )

West Ham 3 - 2 Burnley
0-1 Zian Flemming ('35 )
1-1 Callum Wilson ('44 )
2-1 Tomas Soucek ('77 )
3-1 Kyle Walker-Peters ('87 )
3-2 Joshua Cullen ('90 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 19 4 +15 26
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Sunderland 11 5 4 2 13 9 +4 19
4 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
5 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner