Maður að nafni Maurice Gomes, 31 árs, hefur verið ákærður fyrir að stela meira en 834 þúsund pundum af bankareikning Yves Bissouma, miðjumanns Tottenham.
Það jafngildir rúmlega 138 milljónum íslenskra króna.
Það jafngildir rúmlega 138 milljónum íslenskra króna.
The Sun greinir frá þessu en maðurinn komst inn á bankareikning Bissouma og dró að sér fjárhæðina á milli 2022 og 2024.
Ekki er vitað hver tengsl mannsins eru við Bissouma eða hvernig hann komst inn á bankareikning hans.
Gomes gæti átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm ef hann verður dæmdur sekur.
Athugasemdir



