David Moyes, þjálfari Everton, segir að félagið hafi engan áhuga að selja sóknarmanninn Iliman Ndiaye frá félaginu.
Senegalinn hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðuna hans á þessu tímabili en hann skoraði 11 mörk fyrir Everton á seinustu leiktíð. Inter Milan bauð 40 milljónir punda í þennan 25 ára gamla framherja í sumar en Ndiaye er leikmaður sem Everton langar að byggja liðið sitt í kringum.
„Ég tek ekki eftir umfjölluninni því ég er ekki að fylgjast með henni. Það væri rangt hjá liðum að ekki tala við hann miðað við formið sem hann er í. Við hjá Everton höfum engan áhuga að láta hanna fara, við viljum byggja lið í kringum leikmenn eins og Ndiaye.“ sagði Moyes.
Everton vann Fulham 2-0 í dag og eru komnir í 11. sætið. Allir sigrar Everton á þessari leiktíð hafa komið á hinum nýja og glæsilega leikvangi þeirra Hill Dickinson vellinum.
Athugasemdir




