Liverpool hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu en Roy Keane, sérfræðingur á Sky Sports, segir að liðið sé í krísu eftir tap gegn Man City í kvöld.
Liðið hefur tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum þar af eru fimm töp í deildinni. Liðið tapaði aðeins fjórum leikjum þegar liðið vann deildina í fyrra.
Liðið hefur tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum þar af eru fimm töp í deildinni. Liðið tapaði aðeins fjórum leikjum þegar liðið vann deildina í fyrra.
„Liverpool er í krísu. Það er í lagi að tapa á móti liði eins og Man City, það er erfitt að koma hingað. En að tapa sjö af síðustu tíu leikjum, fimm tapleikir í deildinni nú þegar, það hlítur að vera krísa fyrir félag eins og Liverpool," sagði Keane.
„Liverpool leit út fyrir að vera slakt í dag. Stjórinn sagði að hann væri ánægður með seinni hálfleikinn en leikurinn var þegarr búinn. Það er auðvelt að spila vel þegar þú hefur að engu að keppa. Það var skortur á ákefð og orku. Varamennirnir voru mjög linir."
Athugasemdir



