Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 23:30
Enski boltinn
Versta hárgreiðslan í ensku úrvalsdeildinni
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: EPA
Hárgreiðslan sem Anthony Gordon hefur verið að bjóða upp á að undanförnu hefur ekki vakið mikla lukku og var hún til umræðu í síðasta þætt af hlaðvarpinu Enski boltinn.

Gordon hefur hvorki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hver veit nema það sé hárgreiðslunni, og hárbandinu að kenna.

„Þetta er versta hárgreiðslan í ensku úrvalsdeildinni í dag," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Úff, sáuð þið þarna myndirnar með Díönu prinsessu og hann. Gordon er að endurleika allar klippingarnar hennar," sagði Sölvi Haraldsson.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.


Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Athugasemdir
banner