Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 08. nóvember 2025 17:30
Sölvi Haraldsson
Björn Daníel tekinn við Sindra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Sindra um að taka við þjálfun meistaraflokks karla félagsins.

Á dögunum lagði Björn skóna á hilluna eftir glæsilegan feril. Hans seinasti leikur með FH, og á ferlinum, var gegn Fram en það var einnig kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar sem er nýtekinn við Fylki.

Björn hefur verið orðaður við starfið á Hornafirði eftir að hann hætti og hafa Sindramenn nú staðfest ráðninguna.

„Eftir farsælan feril í Bestu deildinni síðustu ár hefur Björn Daníel ákveðið að snúa sér að þjálfun og við hjá Sindra erum afar stolt og ánægð að fá hann í okkar lið. Það eru spennandi tímar framundan hjá Sindra!“ stendur í tilkynningu Sindra.


Athugasemdir
banner