Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Napoli í viðræðum um Mainoo - Bayern á eftir Konate
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Kobbie Mainoo, Ibrahima Konate, Sandro Tonali, Alexis Mac Allister og fleiri koma við sögu.

Napoli hefur sett sig í samband við Man Utd en ítalska félagið hefur áhuga á að fá Kobbie Mainoo, 20, á láni í janúar. (Gazzetta dello Sport)

Roma hefur einnig áhuga á að fá Mainoo í janúar. (Football Italia)

Sandro Tonali, miðjumaður Newcastle, er með heimþrá og vill fara til Milan, Juventus hefur einnig áhuga á þessum 25 ára gamla Ítala. (Corriere della Sera)

Tonali er ekki með riftunarákvæði í samningnum sínum og mun íhuga framtíð sína árlega. (Sky Sports)

Morgan Rogers, 23, miðjumaður Aston Villa, er að skrifa undir nýjan samning en hann verður með rúmlega 100 þúsund pund í vikulaun. (Mail)

Bayern vill kaupa Ibrahima Konate, 26, varnarmann Liverpool og er í sambandi við umboðsmenn hans. (Bild)

Liverpool og Chelsea gætu reynt að næla í Hollendinginn Sven Botman, 25, varnarmann Newcastle. (Caught Offside)

Tottenham vill fá enska framherjan Ivan Toney, 29, í janúar frá sádi arabíska félaginu Al-Ahli en Thomas Frank, stjóri Tottenham, hefur þegar rætt við hann. (Teamtalk)

Alexis Mac Allister, 26, miðjumaður LIverpool, er ánægður hjá félaginu og er ekki á faraldsfæti í bráð þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid. (Football Insider)

Gary O'Neil fyrrum stjóri Wolves, er líklegur til að taka við Southampton. Michael Carrick, fyrrum stjóri Middlesbrough er einnig líklegur. (Telegraph)

Liverpool mun líklega ekki bjóða í Antoine Semenyo, 25, sóknarmann Bournemouth í janúar en gæti boðið í hann næsta sumar. (Fabrizio Romano)

Alessandro Bastoni, 26, varnarmaður Inter, vill vera áfram hjá Inter en Man Utd, Man City og Liverpool hafa áhuga á honum. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner