Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 16:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Endurkomusigur hjá Brentford - Kærkomið fyrir Nottingham Forest
Mynd: EPA
Aston Villa heldur áfram að gera góða hluti eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Liðið vann góðan sigur gegn Bournemouth í dag. Emi Buendia kom Aston Villa yfir og Andre Onana tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks.

Bournemouth fékk tækifæri til að komast inn í leikinn þegar liðið fékk vítaspyrnu en Emi Martinez varði spyrnuna frá Antoine Semenyo. Ross Barkley fór síðan langt með að tryggja Aston Villa sigurinn þegar hann skoraði þriðja mark liðsins. Donyell Malen innsiglaði frábæran sigur Aston Villa undir lokin.

Þetta var annað tap Bournemouth í röð á meðan Aston Villa hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Aston Villa stekkur upp í 7. sæti með 18 stig, jafn mörg stig og Bournemouth sem er í 9. sæti.

Brentford vann endurkomusigur gegn Newcastle. Harvey Barnes sá til þess að Newcastle var með forystuna í hálfleik en Kevin Schade jafnaði metin þegar hann skoraði með skalla eftir langt innkast.

Brentford fékk vítaspyrnu þegar skammt var til loka leiksins þegar Dan Burn var dæmdur brotlegur en það virtist vera lítil snerting. Dómarinn hélt sig hins vegar við dóminn og Burn fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Igor Thiago skoraði úr vítinu og kom Brentford yfir.

Hann innsiglaði sigur liðsins í uppbótatíma. Hann slapp í gegn eftir að Sven Botman svaf á verðinum og Thiago náði boltanum auðveldlega. Brentford er í 12. sæti með 16 stig en Newcastle er í 14. sæti með 12 stig.

Nottingham Forest vann endurkomusigur gegn Leeds en þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni. Forest er í 19. sæti með níu stig, stigi frá öruggu sæti. Leeds er í 16. sæti með 11 stig.

Crystal Palace og Brighton gerðu markalaust jafntefli. Palace er í 10. sæti með 17 stig en Brighton er í 11. sæti með 16 stig.

Crystal Palace 0 - 0 Brighton

Brentford 3 - 1 Newcastle
0-1 Harvey Barnes ('27 )
1-1 Kevin Schade ('56 )
2-1 Igor Thiago ('78 , víti)
3-1 Igor Thiago ('90 )
Rautt spjald: Dan Burn, Newcastle ('73)

Aston Villa 4 - 0 Bournemouth
1-0 Emiliano Buendia ('28 )
2-0 Amadou Onana ('40 )
2-0 Antoine Semenyo ('67 , Misnotað víti)
3-0 Ross Barkley ('77 )
4-0 Donyell Malen ('82 )

Nott. Forest 3 - 1 Leeds
0-1 Lukas Nmecha ('13 )
1-1 Ibrahim Sangare ('15 )
2-1 Morgan Gibbs-White ('68 )
3-1 Elliot Anderson ('90 , víti)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 6 2 3 21 9 +12 20
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Liverpool 11 6 1 4 19 15 +4 19
5 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
7 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner