Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Watford-menn fara svekktari heim
Watford fagnar marki.
Watford fagnar marki.
Mynd: WatfordFC
Watford 1 - 1 Bristol City
1-0 Marc Bola ('6 )
1-1 Scott Twine ('29 )

Watford og Bristol City skildu jöfn í eina leik kvöldsins í Championship-deildinni.

Watford tók forystuna snemma þegar Marc Bola skoraði en eftir tæpan hálftíma jafnaði Scott Twine fyrir gestina frá Bristol.

Watford-menn voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum og þeir fara svekktari á koddann eftir úrslit kvöldsins.

Eftir leikinn er Watford í ellefta sæti með 20 stig en Bristol City er með þremur stigum meira í sjöunda sæti. Bæði þessi lið eru eflaust að horfa í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir