Werder 2 - 1 Wolfsburg
0-1 Mattias Svanberg ('28 )
1-1 Jens Stage ('83 )
2-1 Samuel Mbangula ('90 )
0-1 Mattias Svanberg ('28 )
1-1 Jens Stage ('83 )
2-1 Samuel Mbangula ('90 )
Samuel Mbangula var hetja Werder Bremen þegar liðið vann dramatískan sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Mattias Svanberg kom Wolfsburg yfir um miðbik fyrri hálfleiks og lengi vel virtist stefna í það að gestirnir myndu takan stigin þrjú með sér heim.
En þegar 83 mínútur voru liðnar af leiknum, þá jafnaði Jens Stage og í uppbótartímanum skoraði Mbangula sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Mbangula var í sumar seldur frá Juventus til Werder Bremen fyrir 10 milljónir evra. Stuðningsmenn Juventus voru ekki sáttir og óttast að þetta verði enn ein stóru mistökin hjá félaginu þegar kemur að leikmannasölum. Juventus hefur á síðustu árum selt efnilega leikmenn fyrir lítinn pening og hafa þeir svo farið annað og blómstrað. Það er spurning hvort Mbangula verði næsta dæmi en þetta var hans annað mark í þýsku Bundesligunni.
Athugasemdir



