Það voru nokkur Íslendingafélög í eldlínunni í kvöld og þrjú af þeim eru á toppi sinna deilda. Þar á meðal er Bayern München þar sem landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spilar mikilvægt hlutverk.
Glódís var auðvitað í liðinu hjá Bayern í kvöld í 4-0 sigri gegn Union Berlín á heimavelli. Bayern er með níu sigra og eitt jafntefli eftir tíu leiki og situr auðvitað á toppnum í Þýskalandi.
Glódís var auðvitað í liðinu hjá Bayern í kvöld í 4-0 sigri gegn Union Berlín á heimavelli. Bayern er með níu sigra og eitt jafntefli eftir tíu leiki og situr auðvitað á toppnum í Þýskalandi.
Diljá Ýr Zomers og hennar liðsfélagar í Brann eru þá á toppnum í Noregi og búnar að tryggja sér meistaratitilinn þar í landi. Þær halda þó áfram að vinna en þær lögðu Stabæk að velli í kvöld, 1-3. Diljá kom inn af bekknum í hálfleik en þá var staðan 0-3 fyrir Brann. Brenna Lovera, fyrrum leikmaður Selfoss, skoraði tvö af mörkum Brann og Signe Gaupset, vonarstjarna Noregs, lagði upp öll þrjú mörkin.
Vålerenga er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar en þar byrjaði Sædís Rún Heiðarsdóttir í 1-3 útisigri á Rosenborg. Arna Eiríksdóttir kom inn af bekknum fyrir Sædísi á 81. mínútu leiksins. Selma Sól Magnúsdóttir er leikmaður Rosenborg en er að glíma við meiðsli.
Þá spilaði Aron Einar Gunnarsson 82 mínútur er hans menn í Al-Gharafa unnu 2-1 dramatískan sigur á Qatar SC í úrvalsdeildinni í Katar. Al-Gharafa er á toppnum eftir níu leiki með fjórum stigum meira en næsta lið.
Kristian sá rautt
Í Hollandi fékk landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson undir lok leiks þegar Twente gerði 0-0 jafntefli gegn Telstar. Kristian byrjaði leikinn Twente tókst ekki að vinna þrátt fyrir mikla yfirburði.
Í Danmörku var Íslendingaslagur þar sem Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Horsens höfðu betur gegn Kolding þar sem Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn af bekknum. Horsens er í þriðja sæti dönsku B-deildarinnar og Kolding er í sjöunda sæti.
Davíð Kristján Ólafsson var þá ónotaður varamaður hjá Cracovia í Póllandi í 3-0 tapi gegn Radomiak Radom og Brynjar Ingi Bjarnason var á meiðalistanum hjá Greuther Furth í 1-0 sigri gegn Preussen Munster í B-deildinni í Þýskalandi.
Fiorentina vann toppslag á Ítalíu
Þá ber að lokum að segja frá því að Katla Tryggvadóttir og hennar liðsfélagar í Fiorentina unnu toppslaginn í ítölsku úrvalsdeildinni gegn Roma, 5-2. Katla kom inn á sem varamaður hjá Fiorentina undir lokin en hún kom til félagsins í sumar.
Íris Ómarsdóttir, sem er ættuð frá Íslandi, skoraði fyrsta mark Fiorentina í leiknum en hún hefur spilað fyrir yngri landslið Noregs. Fiorentina er í öðru sæti Serie A, tveimur stigum á eftir Roma sem hafði unnið alla leiki sína fram að leiknum í kvöld.
Athugasemdir



