Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   lau 08. nóvember 2025 19:20
Sölvi Haraldsson
Ítalía: Markalaust í öllum leikjum dagsins til þessa
Stuðningsmenn Juventus fögnuðu engu marki í dag.
Stuðningsmenn Juventus fögnuðu engu marki í dag.
Mynd: EPA
Það er ekki hægt að segja að Seria A sé að bjóða áhorfendum upp á einhverja flugeldasýningu þennan laugardag. Allir leikir dagsins til þessa hafa endað með markalausu jafntefli.

Þrír leikir eru búnir í dag en lokaleikur dagsins er Parma - AC Milan, hann byrjar klukkan 19:45 í kvöld.

Leikirnir sem eru hins vegar búnir er Como - Cagliari, Lecce - Hellas Verona og Juventus - Torino. Allir þessir þrír leikir hafa endað með markalausum jafnteflum. Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce þriðja leikinn í röð.

Napoli og Inter Milan eru jöfn á stigum á toppi deildarinnar en Napoli með betri markatölu. Með sigri getur AC Milan farið á toppinn tímabundið í hið minnsta.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir