Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. nóvember 2025 18:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Man City vann sannfærandi sigur á Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester City 3 - 0 Liverpool
0-0 Erling Haaland ('13 , Misnotað víti)
1-0 Erling Haaland ('29 )
2-0 Nicolas Gonzalez ('45 )
3-0 Jeremy Doku ('63 )

Man City vann frábæran sigur gegn Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Man City fékk vítaspyrnu snemma leiks þegar Giorgi Mamardashvili braut á Jeremy Doku. Mamardashvili bætti upp fyrir það og varði vítaspyrnuna frá Erling Haaland.

Haaland var hins vegar ekki lengi að bæta upp fyrir það þar sem hann kom City yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Matheus Nunes.

Virgil van Dijk hélt að hann hafi jafnað metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en markið var dæmt af þar sem dómarinn taldi að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi verið fyrir Gianluigi Donnarumma.

Nico Gonzalez bætti öðru marki City við undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans fór af Van Dijk og í netið.

Cody Gakpo kom inn á sem varamaður og gat minnkað muninn eftir klukkutíma leik en hitti ekki á markið úr dauðafæri. Stuttu síðar innsiglaði Jeremy Doku sigur Man City með glæsilegu marki. Hann skaut fyrir utan teiginn og boltinn söng í fjærhorninu.

Dominik Szoboszlai átti gott skot þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en Donnarumma varði frábærlega í horn. Mohamed Salah komst síðan í gegn en vippaði boltanum framhjá Donnarumma og framhjá markinu.

Nær komst Liverpool ekki og Man City vann öruggan sigur. Man City er komið upp í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal. Liverpool féll niður í 8. sæti, niður fyrir Man Utd. Liðið er með 18 stig eins og fjögur önnur lið.
Athugasemdir
banner
banner