Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   lau 08. nóvember 2025 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarahringekjan mikla hjá hollenska stórliðinu
John Heitinga, hér til vinstri, var rekinn frá Ajax í vikunni.
John Heitinga, hér til vinstri, var rekinn frá Ajax í vikunni.
Mynd: AJax
„Ajax hefur breyst í kirkjugarð fyrir þjálfara." Hollenski fjölmiðillinn AD hefur umfjöllun sína svona.

Ajax rak í vikunni John Heitinga úr starfi þjálfara liðsins eftir að hafa ráðið hann í sumar. Hann var áður aðstoðarþjálfari Arne Slot hjá Liverpool.

Ajax er stærsta félagið í Hollandi en félagið er núna í leit að sínum áttunda þjálfara á þremur og hálfu ári.

Eftir að Erik ten Hag hætti með liðið sumarið 2022 til að taka við Manchester United þá hefur enginn þjálfari klárað samning sinn hjá félaginu.

Það er núna spurning hver tekur við Ajax en Ten Hag er á meðal þeirra sem koma til greina.

Þjálfarar Ajax frá því að Ten Hag hætti:
Alfred Schreuder - 209 dagar í starfi
John Heitinga - 154 dagar í starfi
Maurice Steijn - 114 dagar í starfi
Hedwiges Maduro - 5 dagar í starfi
John van 't Schip - 244 dagar í starfi
Francesco Farioli - 364 dagar í starfi
John Heitinga - 128 dagar í starfi
Fred Grim - 1 dagur í starfi
Athugasemdir
banner
banner