Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Rooney: Leikmenn Chelsea hljóta að setja spurningamerki
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: EPA
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney segir að leikmenn Chelsea hljóti að setja spurningamerki við það hversu mikið Enzo Maresca sé að breyta byrjunarliði sínu.

Stjórinn hefur fengið talsverða gagnrýni eftir að hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu fyrir 2-2 jafntefli gegn Qarabag í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Maresca gerir að minnsta kosti sjö breytingar á liðinu.

„Leikmenn vilja spila, þeir vilja mynda tengingar. Þegar þú ert sífellt að gera breytingar þá verða leikmenn ekki ánægðir. Ég held að það muni bíta þá. Þegar úrslitin nást ekki þá spyrja menn spurninga," segir Rooney.

Rooney segir að fyrirliðinn Reece James og aðrir reynslumiklir leikmenn hópsins þurfi að ræða málin við Maresca.

„Ég myndi setja spurningamerki ef ég væri leiðtogi í liðinu. Ég myndi segja liðsélögum mínum að ég væri ekki ánægður."

Eftir jafnteflið í Aserbaísjan þá varði Maresca þessar sífelldu breytingar sínar.

„Við veljum alltaf liðið sem við teljum að sé rétt að velja. HM félagsliða tók sinn toll og það geta ekki allir spilað á þriggja daga fresti. Þegar við vinnum þá er enginn að tala um breytingarnar en þegar við vinnum ekki þá tala allir um það," sagði Maresca.
Athugasemdir