Milutin Osmajic, sóknarmaður Preston, hefur verið dæmdur í níu leikja bann fyrir rasisma í garð Hannibal Mejbri, miðjumanns Burnley.
Osmajic var sakaður um að vera með kynþáttaníð í garð Hannibal þegar liðin áttust við í Championship-deildinni 15. febrúar og núna hefur hann verið dæmdur.
„Ég ætla ekki að þegja um það sem gerðist í dag. Ég mun alltaf kalla út rasisma hvenær sem ég heyri eða sé það. Það er eina leiðin sem við breytumst sem íþrótt og samfélag. Ég er sterk manneskja en enginn ætti að þurfa að upplifa þessa ógeðslegu misnotkun á vellinum," skrifaði Hannibal þegar málið kom upp.
Burnley og Preston áttust aftur við um mánuði eftir atvikið og þá neituðu leikmenn Burnley að taka í höndina á Osmajic.
Osmajic fær einnig 21 þúsund punda sekt og þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir að betrumbæta hegðun sína.
Preston hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið segist svekkt með niðurstöðuna. Osmajic hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og félagið styðji við bakið á honum.
We are extremely disappointed at the decision made by an independent regulatory commission to sanction Milutin Osmaji? and impose a nine-match suspension, following an incident which took place in a league fixture against Burnley on 15th February 2025.
— Preston North End FC (@pnefc) November 7, 2025
We note that the outcome… pic.twitter.com/dwpYBxe4RF
Athugasemdir




