Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. nóvember 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr borgarstjóri New York er grjótharður Arsenal maður
Zohran Mamdani, í jakkafötunum, með stuðningsmannahópi Arsenal.
Zohran Mamdani, í jakkafötunum, með stuðningsmannahópi Arsenal.
Mynd: Arsenal News
Zohran Mamdani var í síðustu viku lýstur sigurvegari í borgarstjórakosningum New York. Honum hefur verið lýst sem „verstu martröð Donald Trump" en það sem er líka áhugavert við hann er að hann er mikill fótboltaáhugamaður.

Hann er grjótharður stuðningsmaður Arsenal og á hlutabréf í spænska félaginu Real Oviedo.

Hann fékk spurningu á fréttamannafundi á dögunum frá fréttamanni Sky News og þá svaraði hann með því að hann væri mikill aðdáandi Sky Sports og hann ætti það til að liggja yfir gluggadagsumfjöllun miðilsins.

Síðustu daga hafa færslur hans um Arsenal á samfélagsmiðlinum X verið grafnar upp en þær eru margar hverjar mjög fyndnar og sýna það hversu mikinn áhuga hann hefur á Lundúnafélaginu. Var hann til dæmis kominn með nóg af Granit Xhaka á sínum tíma.

Ein af hans fyrstu færslum um Arsenal er frá 2011 þegar lýsti yfir aðdáun sinni á Robin van Persie. Var það áður en sóknarmaðurinn gekk svo í raðir Manchester United. „Hver þarf Batman þegar þú ert með Robin," skrifaði Mamdani.

Nýi borgarstjórinn er líklega í skýjunum í dag þar sem Arsenal hefur litið frábærlega út það sem af er tímabili og situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner