Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 13:43
Elvar Geir Magnússon
Tuchel tjáir sig um óvænta nafnið í landsliðshópnum
Alex Scott er fastamaður hjá Bournemouth.
Alex Scott er fastamaður hjá Bournemouth.
Mynd: EPA
Alex Scott, 22 ára miðjumaður Bournemouth, er nýliði í enska landsliðshópnum sem var opinberaður í dag.

Scott gekk í raðir Bristol City frá utandeildarliðinu Guernsey FC 2019 og var svo keyptur til Bournemouth 2023 þar sem hann hefur haldið áfram að vaxa.

„Hann var algjörlega frábær með U21 landsliðinu sem vann EM. Lee Carsley þjálfari hrósaði honum í hástert. Hann hefur spilað mjög vel, bætt sig og orðið fastamaður hjá Bournemouth sem er í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er alltaf að spila framar væntingum og hann er byrjunarliðsmaður," sagði landsliðsþjálfarinn Thomas Tuchel þegar hann útskýrði val sitt á Scott.

„Við töldum að þetta væri fullkomin tímasetning til að verðlauna hann og sjá hvað hann getur fært liðinu okkar."



Athugasemdir
banner
banner