Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 07. nóvember 2025 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Náðu loksins að sleppa við jafntefli
Pisa fagnar marki.
Pisa fagnar marki.
Mynd: EPA
Pisa 1 - 0 Cremonese
1-0 Idrissa Toure ('75 )

Pisa spilaði loksins leik án þess að gera jafntefli. Þeir gerðu betur en það, lögðu Cremonese að velli í eina leik kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Pisa hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en kom að leiknum í kvöld og það stefndi lengi vel í eitt slíkt þegar Cremonese mætti á Arena Garibaldi – Stadio Romeo Anconetani sem er rétt hjá Skakka turninum í Pisa.

Idrissa Toure gerði hins vegar sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Pisa kom sér þremur stigum frá fallsvæðinu með þessum sigri en Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa eru í 18. sæti. Cremonese hefur komið á óvart til þessa og er í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner