Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 17:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mark dæmt af Van Dijk - „Slot á rétt á því að vera reiður"
Mynd: EPA
Virgil van Dijk taldi sig vera búinn að jafna metin fyrir Liverpool gegn Man City þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en marakið var dæmt af vegna rangstöðu.

Andy Robertson var í rangstöðunni og dómarinn taldi að hann hafi byrgt Gianluigi Donnarumma sýn. Gary Neville hjá Sky Sports segir að þetta hafi verið rangur dómur.

„Hann er ekki fyrir sjónlínu markmannsins. Ég held að Slot hafi rétt á því að vera reiður. Markmaðurinn er ekki nálægt þessu. Hann sá boltann vel," sagði Neville.

Erling Haaland kom Man City yfir og Nico Gonzalez bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans fór af Van Dijk og í netið.

Sjáðu mark Nico
Markið sem var tekið af Van Dijk


Athugasemdir
banner
banner