Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   lau 08. nóvember 2025 09:30
Enski boltinn
„Þá vinna þeir hana aldrei"
Arsenal fagnar marki.
Arsenal fagnar marki.
Mynd: EPA
Arsenal hefur litið gríðarlega vel út í upphafi tímabilsins á Englandi. Eins og staðan er núna eru þeir langlíklegasta liðið til að verða meistari.

Arsenal hefur ekki orðið meistari síðan 2004 en það er spurning hvort þetta sé ekki loksins árið fyrir þá.

„Ef þeir vinna ekki deildina núna, þá vinna þeir hana aldrei," sagði Ágúst Unnar Kristinsson þegar rætt var um Arsenal í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Djöfull eru þeir búnir að vinna marga leiki í röð," sagði Sölvi Haraldsson.

„Þetta er að spila svo fullkomlega upp í hendurnar á þeim. City er ekki upp á sitt besta, Liverpool er langt frá sínu besta. Tottenham og Chelsea eru bara eitthvað þarna að vinna og tapa leikjum," sagði Ágúst.

„City vinnur alltaf þessa deild. Hversu oft höfum við séð þetta?" sagði Sölvi Haraldsson.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild hér fyrir neðan en Arsenal mætir Sunderland síðar í dag.
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner