Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 15:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Þurftum meira hugrekki til að drepa leikinn
Mynd: EPA
Man Utd og Tottenham skildu jöfn í úrvalsdeildinni í dramatískum leik í dag.

Man Utd komst yfir í fyrri hálfleik en Tottenham sneri blaðinu við og Richarlison virtist vera skora sigurmarkið í uppbótatíma en Matthijs de Ligt bjargaði stigi fyrir Man Utd í blálokin.

„Okkur fannst eins og við værum að fara taka stigin þrjú heim. Svo gerðist ýmisleegt, Maguire og Casemiro fóru af velli og við fáum á okkur tvö mörk. Við skorum aftur og fáum stig," sagði Ruben Amorim.

„Þegar við vinnum ekki töpum við ekki enn eina ferðina. Við þurfum að þróast mikið sem lið því þetta var okkar dagur til að vinna. Við þurfum að líta inn á við, við vorum ekki að pressa með sömu ákefð, okkur leið vel en við þurfum að átta okkur á því að ef við værum hugrakkari hefðum við drepið leikinn."
Athugasemdir
banner